Marilyn Herdís Mellk

Grafíklistamaður - Original Prints

Forsíða - Ferilskrá - Verk - Aðferðir - Tenglar - English

Í mínum prentverkum nota ég aðallega kopar plötur sem eru síðan ættar mörgum sinnum í járn klór.

Æting:

Fyrst er platan hreinsuð af allri fitu. Næst er grunnur borinn á og látið þorna. Síðan rista ég línur í grunninn og platan er tilbúin í fyrstu ætinginu. Þetta er endurtekið þangað til ég er ánægð með útkomuna.

Akvatint:

Í hefðbundna aðferð akvatintu er notaður sérstakur kassi sem inniheldur asphalt duft. Platan er lögð í kassann og duftið leggst ofan á plötuna eftir að hurðinni er lokað og duftið látið falla. Platan er varlega tekið út og hituð til að bræða duftið á plötuna. Með þessu er hægt að fá mjög fina og mismundandi tóna en frekar óheilsusamlegt þannig að ég nota lakk uða í staðinn.

Eftir að akvatintan er kominn á sinn stað er málað með grunni til að "loka" þá svæði sem eiga ekki að ætast. Platan er síðan lögð í járn klór bað í tiltekinn tími sem ræðst af því hversu dökk "opin svæði" eiga að vera. Þetta er síðan endurtekið til að fá mismunandi tóna.

Þrykkt

Nú er platan tilbúin til að þrykkja. Prentsvertunni er þrýst ofan í raufina og siðan "slegið" (þurrkað) af en liturinn situr eftir í raufunum sem voru ættar. Rakur ætinga pappír er nú lagður ofan á plötuna og rennt í gegnum ætingapressu sem þrýstir svertunni á pappírinn.